Stál og stansar ehf
Aðeins um okkur og hvernig þetta byrjaði allt saman.
Stál og stansar ehf var stofnað árið 1987. Upphaflega var fyrirtækið staðsett í Súðarvogi 48, Reykjavík og starfsemin var stansa- og mótasmíði og rekstur renniverkstæðis. Þetta útskýrir nafn fyrirtækisins en margir hafa spurt hvers vegna fyrirtæki sem starfar í bílageiranum heiti þessu nafni. Stansa- og mótasmíðin varð ekki langlíf og bílaáhugi starfsmanna varð til þess að starfsemin þróaðist fljótlega í smíði og viðgerðir á drifsköftum, ýmsa rennivinnu og breytingar á jeppum. Árið 1990 fluttu Stál og stansar starfsemi sína í 285 m2 aðstöðu að Vagnhöfða 7 í Reykjavík. Þar færði fyrirtækið út kvíarnar því nýja húsnæðið bauð upp á betri aðstöðu til reksturs jeppabreytingaverkstæðis og renniverkstæðis auk þess sem lítil verslun var sett upp.
Fyrirtækið hóf samstarf við þáverandi umboðsaðila Ford á Íslandi um að setja fjórhjóladrif undir Ford Econoline. Þetta krafðist umtalsverða breytinga á drif- og stýrisbúnaði og því hófst innflutningur á bílavarahlutum fljótlega eftir þetta. Viðskiptavinir leituðu sífellt meir til Stáls og stansa eftir þeim og þá var fyrirtækið komið á fullt í sölu bílavarahluta og hefur aukist gríðarlega síðan. Jeppum var breytt fyrir stærri dekk í miklum mæli og áhersla lögð á nýsmíði og viðgerðir á drifsköftum. Sumarið 2007 stækkaði Stál og stansar aðstöðu sína í húsinu að Vagnhöfða 7 og keyptu 633 m2 til viðbótar og aðstaða verslunar, vörulagers og renniverkstæðis var stækkuð til mikilla muna.
Í dag reka Stál og stansar 300 m2 verslun og selja varahluti og aukahluti í fólksbíla, jeppa og vörubíla, kerruöxla, kerruvörur, smur- og bætiefni, bílalyftur og ýmsar verkstæðisvörur um land allt. Renniverkstæðið er órjúfanlegur hluti af starfseminni. Fyrirtækið smíðar og selur ný drifsköft, gerir við og jafnvægisstillir hvort sem það er fyrir fólksbíla, jeppa, vöru- og flutningabíla, báta eða iðnvélar. Starfsfólk fyrirtækisins hefur mikla reynslu í sölu bílavarahluta og lausna á ýmsum drifvandamálum.
Meðal vörumerkja sem Stál og stansar bjóða upp á í dag eru:
Al-Ko kerruöxlar og kerruhlutir
Anco þurrkublöð
AVM driflokur
Bend Pak vökvadrifnar hágæða bílalyftur
Bulldog kerrulappir
Cardone bremsudælur, driföxlar, millikassa- og rúðuþurrkumótorar, stýrismaskínur og vökvastýrisdælur,
CTR klafar, spindilkúlur, stýrisendar og jafnvægisstangarteinar í flestar gerðir bíla
Dayco leiðarahjól, reimar og strekkjarar í bíla og vélsleðareimar
Dexter kerruöxlar og varahlutir
Dorman aukahlutir
Fulton kerrulappir
Gabriel höggdeyfar í allar gerðir fólksbíla og jeppa
Joe´s handþvottakrem og hreinlætisvörur
Koyo legur
Moog spindilkúlur, stýrisendar, jafnvægisstangarteinar og fóðringar
Motive Gear drifhlutföll
Neapco hjöruliðir
QuickJack færanlegar bílalyftur
Quick Steer spindilkúlur, stýrisendar, jafnvægisstangarteinar og fóðringar
Ranger mótorhjólalyftur, hjóla- og gírkassatjakkar, mótorgálgar og fleira
Reese kúlutengi og hlutir fyrir dráttarbeisli
Raybestos hemlahlutir
Royal Purple hágæða smurolíur fyrir bíla, mótorhjól, vélsleða, báta og iðnvélar
Sangsin bremsuhlutir í flestar gerðir bíla
Sicit hjöruliðir
SuperPro fóðringar í spyrnur, stífur og dempara í bíla
Suplex gormar í allar gerðir bíla
TRW bremsuklossar og stýrishlutir
Tow Ready hlutir fyrir dráttarbeisli
URW hjöruliðskrossar og öxulliðir
Velkomin(n) í verslun okkar
að Vagnhöfða 7, 110 Reykjavík